Hvað er ÆV

Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Hvað gerir ÆV?

Hlutverk Æskulýðsvettvangsins er að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna og stuðla að heilbrigðum, uppbyggjandi og vönduðum aðstæðum í æskulýðsstarfi.

Gildi ÆV

Gildi Æskulýðsvettvangsins eru vellíðan, velferð og öryggi. Þau endurspegla tilgang, markmið og stefnuyfirlýsingu ÆV.

Fréttir frá starfinu

 • Þorsteinn Víglundsson

  Þorsteinn Víglundsson: Stjórnvöld eiga langt í land þegar kemur að hatursorðræðu

  Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, flutti opnunarerindið á ráðstefnu Æskulýðsvettvangsins um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem haldin var þann 22. september s.l.

 • Ráðstefna

  Ráðstefna um hatursorðræðu í íslensku samfélagi

  Þann 22. september s.l. stóð Æskulýðsvettvangurinn fyrir ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Við erum í skýjunum með ráðstefnuna og þær viðtökur sem hún fékk og viljum þakka öllum þeim sem aðstoðuðu við að gera hana að veruleika.

 • Verndum þau

  Verndum þau námskeið 19. október n.k.

  Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast á við ef slík mál

Starfsemi ÆV

 • basrn

  Fagráð Æskulýðsvettvangsins

  Æskulýðsvettvangurinn líður ekki ofbeldi af neinu tagi. Á vegum Æskulýðsvettvangsins starfar fagráð sem tekur til umfjöllunar kynferðisbrotamál og eineltismál sem koma upp innan aðildarfélaga Æskulýðsvettvangsins.
 • Siðareglur

  Siðareglur Æskulýðsvettvangsins

  Mikilvægt er fyrir alla sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur Æskulýðsvettvangsins gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða innan Æskulýðsvettvangins. Þær snúa annars vegar að samskiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð.
 • Siðareglur

  Um Æskulýðsvettvanginn

  Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagins Landsbjargar.

Verkefnin okkar

 • Verndum þau

  Verndum þau

  Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau. Námskeiðið fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum.
 • Einelti

  Einelti og önnur óæskileg hegðun

  Einelti er ekki liðið innan þeirra félaga sem saman mynda Æskulýðsvettvanginn. Það er mjög mikilvægt að öllum líði vel í leik og starfi innan Æskulýðsvettvangsins og að sá grundvallarréttur, að fá að vera óáreittur, sé virtur. Því er mikilvægt að bregðast strax við málum sem koma upp í starfinu og leita allra leiða til þess að leysa úr þeim hratt og vel.
 • Kompás

  Kompás

  Æskulýðsvettvangurinn býður reglulega upp á námskeið í notkun á Kompás. Kompás er handbók í mannréttindafræðslu ætluð þeim sem starfa með börnum og ungmennum.